Geir og Ólafur á löngum fundi

Geir H. Haarde og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í …
Geir H. Haarde og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Rax

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti klukkustundarlangan fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Geir sagðist eftir fundinn hafa beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn hefði fallist á lausnarbeiðnina en óskað eftir því að ríkisstjórnin sæti áfram þar til ný verður mynduð.

Geir sagði að málið væri nú undir verkstjórn forseta Íslands eins og stjórnarskráin geri ráð fyrir. Hann sagði, að formenn flokkanna hefðu fyrr í dag átt með sér óformlegan fund þar sem staða mála var rædd.

Geir sagðist ekki telja heppilegt að rjúfa þing eins og staðan sé. Sjálfstæðisflokkurinn væri enn í forustu ríkisstjórnar og hefði boðið fram krafta sína í þjóðstjórn.

Gert er ráð fyrir að formenn annarra stjórnmálaflokka gangi á fund forseta Íslands síðar í dag og kvöld og ræði við hann um stjórnmálaástandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert