Álver í Helguvík en ekki á Bakka

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

„Engin ný áform um álver verða á dagskrá ríkisstjórnarinnar," segir í verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Því hefur verið velt upp hvernig ríkisstjórnin skilgreini ný áform og hvernig fyrirhuguð álver í Helguvík og á Bakka falli inn í þessa fullyrðingu.

„Það er búið að gera samning um Helguvík sem reyndar bíður staðfestingar í þinginu. Að mati okkar tilheyrir hann verkum fyrri ríkisstjórnar og verður því að öllum líkindum ekki breytt," segir Kolbrún Halldórsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra.

Hvað varðar álver á Bakka segir Kolbrún að þar liggi öll áform niðri. „Alcoa hefur sjálft sagt að þeir séu að draga úr framkvæmdum hjá sér og þess vegna eru orkuframleiðendurnir, sem þar hafa verið inn í myndinni, í raun lausir allra mála og geta þess vegna leitað annarra kaupenda," segir Kolbrún. „Viljayfirlýsingin sem fyrri ríkisstjórn undirritaði við Alcoa kemur til með að renna út næsta haust og við ætlum ekki að gera nýja samninga eða endurnýja neitt í sambandi við Bakka."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert