Meirihluti styður ríkisstjórnina

mbl.is/Eyþór

Sjálfstæðisflokkur fengi flest atkvæði yrði kosið nú, samkvæmt skoðanakönnun sem greint var frá í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi stjórnmálaflokkanna er á fleygiferð samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Tæp 40% kjósenda hafa ekki gert upp hug sinn til þess hvað þeir kjósa. 

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Framsóknarflokkur 7% atkvæða, Frjálslyndi flokkurinn 1%, Samfylkingin 15%, Sjálfstæðisflokkurinn 15% og Vinstri hreyfingin grænt framboð 13%. Eitt prósent kvaðst ætla að kjósa annan flokk. 

Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu fengi Framsóknarflokkur 14%, Frjálslyndi flokkurinn 2%, Samfylkingin 28%, Sjálfstæðisflokkur 29%, Vinstri grænir 25% og önnur framboð 2%.

Spurt var um stuðning við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. 52% sögðust styðja ríkisstjórnina en 26% studdu hana ekki, 18% voru óákveðin og 4% vildu ekki svara.

Skoðanakönnunin var gerð fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í gær. Hringt var í 800 einstaklinga á landinu öllu og spurt hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði kosið nú. Afstöðu tóku 414 eða 52%, 38% voru óákveðnir, 6% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu og 4% vildu ekki svara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert