Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest stuðnings samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest stuðnings samkvæmt nýrri skoðanakönnun Árni Sæberg

Sjálfstæðismenn fengu mest fylgi eða um 32%. Vinstri græn með 24%, Samfylking með 23%,   Framsóknarflokkurinn 16%, Frjálslyndir 2%. Aðrir fá 2% í könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 2.-4. febrúar.Það voru raddir fólksins, Lýðveldisbyltingin og Neyðarstjórn kvenna.

Samkvæmt þessu fengi D-listi 20-21 þingmann (25 núna), Samfylking 15 (18 nú), Framsókn 10-11 (7 nú), Vinstri græn 16 (9 nú) og Frjálslyndir 1-2 (4 nú). Yrðu þetta úrslitin væri aðeins hægt að mynda tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðismönnum.

Alls voru 600 spurðir og mikið var um óvissa og þá sem ekki vildu svara. Í könnuninni voru 36% óviss eða vildu ekki svara, Um 6% ætla ekki að kjósa eða skila auðu.  Reynslan sýnir að óákveðnir séu yfirleitt allmargir þegar langt er til kosninga.

Vikmörk eru allvíð eða miðað við 95% vissu eru +/-5,4%. Þetta þýðir t.d. að í spá um fjölda þingmanna Samfylkingar, VG og Sjálfstæðismanna gæti munað 2-3 þingmönnum til eða frá. Hjá hinum flokkunum er óvissan minni í prósentustigum talið eða 1-2 þingsæti, að því er segir á vef Heims.

Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd

Einnig var spurt: Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Spurningin var opin, þ.e. ekki voru nefnd ákveðin nöfn.

Þar fengu tveir þingmenn áberandi mest fylgi, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Um 56% aðspurðra nefndu eitthvert formannsefni. Bjarna nefndu 43% og Þorgerði 37%. Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Davíð Oddsson og Illugi Gunnarsson fengu allir milli 2 og 4 prósent stuðning.

Ef aðeins er litið á fylgismenn Sjálfstæðisflokksins nefndu 57% þeirra sem afstöðu tóku Bjarna, 22% Þorgerði,  5% Kristján Þór, 4% Guðlaug Þór og 3% Illuga Gunnarsson. Um 83% þeirra sem sagðist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nefndi eitthvert formannsefni.

Þess ber að geta að aðeins Bjarni hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til formanns, að því er fram kemur á vef Heims.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert