Ingigerður í framboð í Suðurkjördæmi

Ingigerður Sæmundsdóttir, verkefnastjóri í Reykjanesbæ og fyrrum blaðamaður á Víkurfréttum, ætlar að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Ingigerður ætlar að sækjast eftir 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram á fréttavef Víkurfrétta.

Ingigerður Sæmundsdóttir tók nýverið við starfi verkefnastjóra FFGÍR í Reykjanesbæ, sem eru regnhlífarsamtök foreldrafélaga og foreldraráða grunnskólanna í Reykjanesbæ.


Ingigerður útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1997 og kenndi stærðfræði og upplýsingatækni í grunn- og framhaldsskólum í tíu ár. Hún lýkur meistaranámi í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands nú í vor. Hún býr í Reykjanesbæ og er gift Bjarna Jóhannssyni, knattspyrnuþjálfara og framhaldsskólakennara og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert