Vill leiða lista Frjálslynda flokksins

Viðar Guðjohnsen, formaður Landssambands ungra frjálslyndra, sækist eftir að leiða lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður.

Segir hann í yfirlýsingu algera nauðsyn bera til, að koma með róttækar lausnir til þess að sporna gegn stórfelldum landflótta. Lausnirnar sem hann segist leggja áherslu á felist meðal annars í því að stuðla að virkara lýðræði, tryggja að Ísland verði fullvalda um ókomna tíð, afnema rétt örfárra til þess að veiða fiskinn í sjónum, auka smábátaveiðar, krefjast þess að fiskvinnsla fari fram í auknum mæli á Íslandi, veiða hvali, vernda íslenska framleiðslu, styrkja smáiðnað og hagræða löggjöf þannig að smáfyrirtæki blómstri.

„Frjálslyndi flokkurinn hefur í áraraðir barist fyrir því að íslenskur almenningur hafi jafnan rétt á fiskveiðum við íslandsmið, fyrir auknu réttlæti og fyrir róttækum umbótum hjá eldri borgurum. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til að leiða lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður í næstu Alþingiskosningum," segir Viðar í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert