Vill 2.-3. sæti á lista VG

Auður Lilja Erlingsdóttir.
Auður Lilja Erlingsdóttir.

Auður Lilja Erlingsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til þriðja sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fer fram  7. mars.
 
Auður Lilja er fyrsti varaþingmaður Vinstihreyfingarinnar–græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi syðra og hefur tekið sæti á Alþingi  á yfirstandandi kjörtímabili. Hún á sæti í stjórn flokksins sem varamaður.

Í tilkynningu segist Auður Lilja m.a. leggja ríka áherslu á náttúruvernd og vilji að hún verði gerð að forgangsmáli í íslensku samfélagi. Hún leggi einnig ákaflega mikla áherslu á kvenfrelsi og aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum, sem og atvinnulífi. Þá sé hún einlægur friðarsinni og geri kröfu um að Ísland sé herlaust land og standi utan hernaðarbandalaga. 

Auður Lilja er fædd 23. ágúst 1979 og er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, en áður útskrifaðist hún sem stjórnmálafræðingur frá sama skóla. Auður Lilja starfar sem mannauðsráðgjafi hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

Eiginmaður Auðar Lilju er Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður og eiga þau saman eina dóttur, Freyju Sigrúnu, fædda í mars 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert