„Kosninganóttin“ gæti orðið löng og ströng

Kjörkassar í Ráðhúsinu
Kjörkassar í Ráðhúsinu Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hætt er við að kosninganóttin gæti teygst á langinn ef frumvarpið um persónukjör nær fram að ganga. Undir það tekur Þórunn Guðmundsdóttir, sem var formaður yfikjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, en hefur nú látið af því embætti.

„Þegar ég heyrði um frumvarpið hugsaði ég með mér, guði sé lof að ég er hætt í þessu,“ segir Þórunn. Hún segist óttast að talning atkvæða muni dragast von úr viti. Hún segist hafa unnið í kjörstjórn í nokkrum prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, þar sem frambjóðendum hefur verið raðað eins og meiningin er að gera í alþingiskosningunum. Þar hafa þurft að handtelja hvern einasta kjörseðil og það hafi verið mjög tímafrekt. Þetta hafi verið óhemju mikil vinna.

Því sé ljóst að talning í alþingiskosningunum verði að óbreyttu mjög tímafrek og alls óvíst hvenær úrslit liggi fyrir. Það myndi vissulega flýta fyrir ef tekin yrði upp rafræn kosning en það hefur ekki verið heimilt hingað til. Þá sé hætta á því að vafaatkvæði verði óvenju mörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert