Lilja stefnir á 2. sætið hjá VG í Reykjavík

Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur stefnir á 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar  - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem fram fer 7. mars.

Lilja er með doktorspróf í hagfræði frá Bretlandi og hefur starfað sem hagfræðingur og háskólakennari hér á landi og erlendis. Undanfarin ár hefur hún m.a. starfað sem prófessor við Háskólann á Bifröst, hagfræðingur ASÍ, ráðgjafi fyrir Grænlensku heimastjórnina og sem sérfræðingur við Háskólann í Luleaa í Svíþjóð.

„Ég hef tekið þátt í og stjórnað umfangsmiklum evrópskum rannsóknarverkefnum á sviði vinnumarkaðs- og velferðarmála. Auk þess hef ég setið í stjórn fyrirtækis og í stjórn norrænnar rannsóknarstofnunar ásamt því að hafa átt sæti í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera. Eftir fall bankanna hef ég tekið þátt í starfi grasrótarhópa eða hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu og m.a. talað á borgarafundum og mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli. Ég starfaði með Kvennalistanum á sínum tíma og hef, eftir að hann var lagður niður, leitast við að styðja við kvennahreyfinguna í landinu með því að miðla af þekkingu minni á m.a. launamun kynjanna og stöðu kynjanna í þekkingarsamfélaginu og á vinnumarkaði."

Maki Lilju er Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafnsins, og er sonur þeirra Jón Reginbaldur, menntaskólanemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert