Sigmundur Davíð býður sig fram í Reykjavík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur
ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 25. apríl.


„Fólk úr grasrót flokksins á landsbyggðinni sem stóð að framboði mínu til formanns lagði áherslu á að ég byði mig fram í landsbyggðarkjördæmi. Í ljósi þess og vegna þeirru miklu hvatningar sem ég fékk úr tveimur landsbyggðarkjördæmum, auk mikils áhuga á óteljandi kostum landsbyggðarinnar, hugleiddi ég að bjóða mig fram utan Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð. „Að vandlega íhuguðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að kraftar mínir nýtist best fari ég fram í Reykjavík að þessu sinni. Í Reykjavík er nú hafið mikið endurnýjunar og uppbyggingarstarf Nýju framsóknar,“ segir formaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert