Geir gefur ekki kost á sér í Reykjavík

29 gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna alþingiskosninganna vorið 2009. Framboðsfrestur rann út í dag en kosið verður 13. og 14. mars. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki meðal frambjóðenda.

Í hópnum eru 12 konur en 17 karlar. Meðal þátttakenda eru níu sitjandi þingmenn. Jón Magnússon, sem kjörinn var á þing fyrir Frjálslynda flokkinn, tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna. Þá gefur Ólof Nordal, sem kjörin var á þing í Norðausturkjördæmi árið 2007, nú kost á sér í Reykjavík.

Auk Geirs gefa Björn Bjarnason og Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem bæði eru núverandi þingmenn, ekki kost á sér í prófkjörinu.

Þátttakendur nú eru:

Ásta Möller, alþingismaður
Birgir Ármannsson, alþingismaður
Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður
Grazyna Mar Okuniewska, hjúkrunarfræðingur
Gréta Ingþórsdóttir, MA nemi og fv. aðstoðarmaður ráðherra
Guðfinnur S. Halldórsson, bílasali
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Guðmundur Kjartansson, hagfræðingur
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur
Gylfi Þór Þórisson, markaðsstjóri
Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og útflytjandi
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hjalti Sigurðsson,hagfræðingur
Illugi Gunnarsson, alþingismaður
Ingi Björn Albertsson, fv. alþingismaður
Jón Kári Jónsson, starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar
Jón Magnússon, alþingismaður
Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi                
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Loftur Altice Þorsteinsson, verkfræðingur
Ólöf Nordal, alþingismaður
Pétur H. Blöndal, alþingismaður
Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður
Sigríður Finsen, hagfræðingur
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður
Sveinbjörn Brandsson, bæklunarskurðlæknir
Valdimar Agnar Valdimarsson, fjármálaráðgjafi
Þorvaldur Hrafn Yngvason, laganemi
Þórlindur Kjartansson, formaður SUS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert