Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór

Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason. mbl.is/Brynjar Gauti

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir í nýjum pistli á heimasíðu sinni að hann hafi aldrei vitað eins mikið lagt á sig við að ná sæti á lista fyrir kosningar en í tilfelli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrir kosningarnar 2007.

„Eitt er að takast á við pólitíska andstæðinga í öðrum stjórnmálaflokkum, annað að glíma við andstæðinga innan eigin flokks. Prófkjörin leiða oft til harðra átaka af því tagi,“ segir Björn og heldur áfram: „Fyrir þingkosningarnar 1995 ákvað Geir H. Haarde að sækjast eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en ég hafði verið kjörinn í þriðja sætið í prófkjöri fyrir þingkosningarnar 1991 og stefndi að því að halda því, sem tókst. Fyrir þingkosningarnar 2007 ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson að keppa við mig um annað sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík, en ég hafði færst upp í það, þegar Davíð Oddsson hvarf af þingi. Guðlaugur Þór hafði betur í þeim slag. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, vitað eins mikið á sig lagt við að ná sæti á lista.“

Björn hverfur sem kunnugt er af þingi eftir kosningarnar í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert