Býður sig fram í 1.-4. sætið hjá Sjálfstæðisflokki í NV-kjördæmi

Þórður Guðjónsson.
Þórður Guðjónsson.

Þórður Guðjónsson hefur ákveðið að bjóða Sjálfstæðisflokknum krafta mína fyrir komandi alþingiskosningar og býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi.

 Þórður er fæddur og uppalinn á Akranesi, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Önnur Lilju Valsdóttur, og þremur dætrum þeirra, þeim Valdísi Marselíu, Veronicu Líf og Victoriu Þórey. Þórður er Skagamaður í húð og hár en á samt ættir að rekja til Súðavíkur og Ólafsfjarðar.

Að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1993 gerðist Þórður atvinnumaður í knattspyrnu. Næstu 13 ár lék hann með liðum vítt og breitt um Evrópu, bjó í Belgíu, Spáni, Englandi og Þýskalandi. Á þessu tímabili lék hann einnig fyrir hönd Íslands og á að baki hátt í 90 landsleiki. Þórður fluttist aftur heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni árið 2006 og hefur frá þeim tíma gegnt starfi framkvæmdastjóra Knattspyrnufélagsins ÍA, auk þess að stunda nám við Háskólanum á Bifröst.

Í tilkynningu um framboð sitt segir Þórður m.a.: „Ég vil leggja mitt af mörkum við endurreisn íslenska efnahagslífsins. Þau áföll sem dunið hafa yfir eru vissulega stór og mikil en það sama má segja um þau tækifæri sem eru enn til staðar. Nú er aftur komið að tíma raunverulegrar verðmætasköpunar á Íslandi. Í landi þar sem kraftur og frelsi einstaklingsins ræður för, má búast við miklu eins og saga okkur Íslendinga sýnir. Þennan kraft vill ég taka þátt í að virkja og þetta frelsi vill ég verja, því að nú þurfum við á því að halda að einstaklingar sjái þau sóknartækifæri sem fyrir hendi eru og nýti sér þau til endurreisnar og nýrrar sóknar sem verður grundvölluð verðmæta- og nýsköpunar í landinu.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert