Kristinn: Trúnaðarbrestur olli afsögn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Þorkell

Kristinn H. Gunnarsson hefur sagt sig bæði úr Frjálslynda flokknum og þingflokki frjálslyndra. Þetta kom fram í upphafi þingfundar í dag þegar lesið var upp bréf frá Kristni. Hann segir við mbl.is að hann sé að íhuga áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum.

„Mér fannst vera orðið fullreynt, að mér tækist að ná fram breytingum á flokknum, bæði áherslum og í forustusveit," sagði Kristinn. Hann segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli hans og forustu flokksins á síðasta ári í tengslum við komu palestínsku flóttamannanna til Akraness. „Þessi trúnaðarbrestur hefur dregið á eftir sér langan slóða af öðrum málum."

Kristinn sagðist ekki vera búinn að gera endanlega upp við sig hvað hann gerir varðandi framboðsmál í vor. Þessi ákvörðun hafi borið brátt að.  „Ég er að hugsa það núna að halda áfram í stjórnmálum og reikna með að vinna það hratt." 

Kristinn var kjörinn á Alþingi árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið. Hann sagði sig úr þeim flokki og gekk í Framsóknarflokkinn og sagði sig síðan úr þeim flokki og gekk í Frjálslynda flokkinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert