Dagur í varaformanninn

Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu.
Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu. mbl.is/Kristinn

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, ætlar að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer 27. - 29. mars. Dagur greindi frá þessu á Facebook vefsíðu sinni fyrir skemmstu.

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að fólk í landinu endurheimti traust á stjórnmálunum. Áherslurnar Samfylkingarinnar á lýðræðisleg vinnubrögð og fagmennsku er það sem ég tel að sé lykilatriðið í því að flokkurinn verði í forystu í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Dagur í samtali við mbl.is.

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur verið varaformaður Samfylkingarinnar undanfarin ár en hann hefur tilkynnt um að hann ætli sér ekki að halda áfram í því embætti að loknum landsfundi. Ágúst Ólafur ætlar sér að fara utan í nám og ætlar ekki að halda áfram sem þingmaður.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur einnig tilkynnt um að hann ætli sér að sækjast eftir embætti varaformanns á landsfundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert