L-listinn boðar framboð til alþingiskosninga

L - listinn hefur boðað til blaðamannafundar í Súfistanum, Iðuhúsinu við Lækjargötu í Reykjavík, til að kynna framboð sitt til Alþingis á morgun, þriðjudaginn 3. mars. Helstu firsvarsmenn L - listans eru sr. Þórhallur Heimisson og Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður.
 

Í tilkynningu um boðun fundarins segir m.a. um framboðið: „L – listinn er bandalag frjálsra frambjóðenda sem vilja efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. Við teljum að besta leiðin að þessu marki sé að koma á beinu sambandi milli kjósenda og frambjóðenda. Enginn flokkur stendur því að baki framboði þessu heldur einungis frambjóðendur sem bjóða fram krafta sína í þágu lands og þjóðar. Frjálsir stjórnmálamenn geta látið verkin tala í stað þess að sitja fastir í fari flokksræðis. “
 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert