Skora á Tryggva Þór í formannskjör

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. Mbl.is/ Kristinn

Hópur flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hefur rætt um það sín á milli síðustu daga að skora opinberlega á Tryggva Þór Herbertsson til að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í lok mars.

Tryggvi Þór staðfestir þetta við vefritið pressuna.is en segist ekki ætla að verða við áskoruninni. Hann hafi nóg með að taka þátt í prófkjörsbaráttu og kynnast stjórnmálastarfinu þannig, formannsframboð sé of stórt skref að taka nú.

Tryggvi Þór tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina