Leggja fram frumvarp um persónukjör

mbl.is/Eyþór

Þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi annarra en Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp um að kosningalögum verði breytt þannig að færi gefist á persónukjöri í kosningum til Alþingis.

Samkvæmt frumvarpinu er þeim, sem standa að framboði í kjördæmum gefinn kostur á því að bjóða fram óraðaða lista í kosningum til Alþingis, kjósi þeir svo, en að gildandi ákvæði laga um kosningar til Alþingis verði að öðru leyti óbreytt, þ.e. að bjóða fram lista með ákveðinni röð frambjóðenda eins og nú er.

Kjósendur mega eftir sem áður raða og strika út af röðuðum listum jafnframt því sem útreikningar á atkvæðum frambjóðenda verður eins og verið hefur.

Segja þingflokksformennirnir, að það nýmæli sem felist í frumvarpinu sé því fyrst og fremst valið á milli hins hefðbundna fyrirkomulags um raðaða lista annars vegar og óraðaða lista hins vegar. 

Fyrsti flutningsmaður er Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar, en einnig standa að frumvarpinu Jón Bjarnason, formaður þingflokks VG, Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokks Grétar Mar Jónsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert