Geta fellt sig við þjóðaratkvæðagreiðslu

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á heimasíðu sinni að sjálfstæðismenn gætu fellt sig við þá tillögu í frumvarpi um stjórnskipunarlög, að 79. grein stjórnarskrárinnar verði breytt þannig að samþykkt Alþingis um breytingu á stjórnarskránni skuli borin undir þjóðina í sérstakri atkvæðagreiðlsu og ekki taka gildi, nema hún sé samþykkt í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Að mínu áliti yrðu það farsælar lyktir þessara umræðna um breytingu á stjórnarskránni, að slík breyting næði fram að ganga og annað yrði látið bíða að sinni. Fallist stjórnarsinnar ekki á málamiðlun af þessu tagi er líklegt, að stjórnarskrármálið þvælist fyrir þingstörfum, þar til þeim verður að ljúka vegna kosninganna 25. apríl og engu takist að hnika í stjórnarskránni," segir Björn.

Hann bætir við, að það sé fráleitt að saka sjálfstæðismenn um að tefja fyrir þingstörfum, þegar þeir lýsi skoðun sinni á breytingum á stjórnarskránni. Stjórnarflokkarnir og stuðningsflokkar þeirra hafi ákveðið að leggja þetta mál fram á lokadögum þings og verði að sætta sig við, að um það sé rætt.

Þá tekur Björn undir þá skoðun, sem kom fram á vefnum amx.is í dag, að skrif staksteinahöfundar Morgunblaðsins í dag um þingstörfin séu á of lágu plani fyrir blaðið. Þar voru sjálfstæðismenn m.a. gagnrýndir fyrir málþóf á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert