Viðar í varaformanninn

Viðar Guðjohnsen
Viðar Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen, formaður Landssambands ungra frjálslyndra, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Frjálslynda flokksins. Landsþing flokksins hófst í Stykkishólmi í kvöld.

Verið er að fara yfir ársreikninga og fjárhagsstöðu flokksins en að því loknu verður tekið til við stjórnmálaályktun Frjálslynda flokksins.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins flytur sína ræðu klukkan hálftíu í fyrramálið en kosningar formanns, varaformanns og ritara flokksins fara fram eftir hádegi á morgun.

Tveir hafa lýst yfir framboði til formanns, þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, núverandi formaður og Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður flokksins. Guðni Halldórsson, sem hafði lýst yfir formannsframboði, dró það til baka í dag en hvatti flokksmenn til að fylkja sér um Sturlu Jónsson í embætti formanns.

Þær Kolbrún Stefánsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir hafa auk Viðars Guðjohnsen, lýst yfir framboði til varaformanns.

Þá hefur Hanna Birna Jóhannsdóttir lýst yfir framboði til ritara og Helgi Helgason sækist eftir embætti formanns fjármálaráðs flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert