Ármann gefur ekki kost á sér

Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Ármann náði ekki þeim árangri sem hann stefndi að í prófkjörinu á dögunum.

Í tilkynningu frá Ármanni sem barst rétt í þessu segir hann:

„Ég hef tilkynnt kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að ég muni ekki taka sjöunda sætið á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Að vandlega íhuguðu máli hef ég ákveðið að beina kröftum mínum í annan farveg um sinn. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem studdu mig um leið og ég þakka öllu því góða fólki sem ég hef starfað með fyrir ánægjulegt samstarf. Síðast en ekki síst óska Sjálfstæðisflokknum alls hins besta í komandi kosningabaráttu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert