Hagsmunirnir snúa helst að heimilunum

„Ég spyr þá sem hafa ekki hugsað sér að kjósa Samfylkinguna, hvernig ætlið þið að fara að? Við þurfum að semja við Evrópusambandið.“ Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í pallborðsumræðum á landsfundi Samfylkingarinnar nú fyrir skömmu. „Evrópusambandið mun ekki veita svar við öllu. Við þurfum að taka þetta skref fyrir skref, semja og tala svo um stöðuna.“

Þórunn sagði kosningarnar myndu snúast um að leið uppbyggingarstarf á Íslandi á næstu árum. Íslendingar hefðu eytt 15 árum í karp og þras án þess að hafa nokkurn tímann haft aðildarsamning til að tala um.

„Við verðum að horfa á það sem mestu máli skiptir í Evrópusambandinu, hagsmunirnir snúa fyrst og fremst að fjölskyldum og heimilum, ekki bara atvinnulífinu. Ekki aðeins mun matvælaverð lækka heldur einnig vextir á lánum. Þetta eru grundvallaratriði,“ sagði Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur. „Stjórnmálaflokkar geta ekki beðið eftir að mál verði að kosningamálum, stjórnmálaflokkar gera mál að kosningamálum.“

Dæmin sýndu að þótt stjórnmálaforkólfar væru fylgjandi aðild þá þýddi það ekki endilega samþykki þjóðarinnar.

Sérákvæði í sjávarútvegi

Umræddar hættur í sjávarútvegi sagði Baldur ekki eiga við rök að styðjast, um það hefðu verið skrifaðar lærðar greinar. Öll aðildarríki hefðu sérákvæði í sínum samningum og að sama skapi myndu Íslendingar semja sérstaklega um sjávarútveg.

„Því hefur verið logið í mörg ár að kvótinn sé þjóðareign,“ sagði Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis. Kvótabrask væri farið að svíða sárt á landsbyggðinni. Því miður hefðu ekki fundið skýrar leiðir til að bæta úr þessu. Að sjálfsögðu fengju þó þeir sem veiddu áfram að veiða. Um sjávarútvegsmál sagði Margrét Sverrisdóttir einna mikilvægustu tillöguna snúast um frelsi í smábátaveiðum. Megintillaga flokksins snerist þó um 20 ára fyrningarleið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert