Eitt ráðuneyti efnahagsmála

Frá landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Málefnahópur á landsfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Smáranum, Kópavogi, leggur til að efnahagsmál og málefni fjármálamarkaða verði sameinuð í einu ráðuneyti efnahagsmála. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi í Reykjavík, segir hér átt við þá þætti sem snúa að efnahagsmálum úr ráðuneytum fjármála og viðskipta og forsætisráðuneyti. Ástæðan er sú að iðulega skorti upplýsingaflæði milli þessara aðila og með þessu náist samstilltari og markvissari aðgerðir.

Sigríður segir meginþemað í þessum ályktunum vera að skapa traust á hagkerfinu með því að lýsa því yfir að Ísland stefni að aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Sigríður bendir ennfremur á að nauðsynlegt sé að uppfylla Maastricht-skilyrðin um efnahagslegan stöðugleika, meðal annars vegna samningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hvort sem sótt verði um aðild að ESB eður ei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert