Nýliðun í miðstjórn

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Heiddi

Nokkur nýliðun er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins en ný miðstjórn var kjörin á landsfundi í dag. Í nýrri miðstjórn er meðal annars Fanney Birna Jónsdóttir, 25 ára formaður Heimdallar. Eyþór Arnalds náði einnig kjöri og Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, en hann fékk 505 atkvæði.

Niðurstöður í kjöri miðstjórnar eru svohljóðandi:

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, 831 atkvæði.

Ásthildur Sturludóttir, kynningarstjóri, 642 atkvæði.

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri, 637, atkvæði.

Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona, 628 atkvæði.

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, 612 atkvæði.

Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri, 527 atkvæði.

Edda Borg Ólafsdóttir, skólastjóri, 525 atkvæði.

Fanney Birna Jónsdóttir, formaður Heimdallar, 524 atkvæði.

Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri, 520 atkvæði.

Guðjón Hjörleifsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, 509 atkvæði.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, 505 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert