Vandinn er viðráðanlegur

Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni

„Vandi heimilanna er mikill, ekki síst hjá þeim heimilum þar sem atvinnuleysið hefur knúið dyra eða tekjur lækkað umtalsvert af öðrum ástæðum. Skuldsett heimili eru mun viðkvæmari fyrir slíkum áföllum en önnur,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í stefnuræðu sinni.

Staðreyndin sé engu að síður sú, að enn hafi ríflega 90% af vinnumarkaðnum atvinnu og ríflega 80% af heimilum landsins séu með jákvætt eigið fé í húseign sinni.

„Allt þetta sýnir okkur að vandinn er viðráðanlegur þó vissulega sé hann mikill. Við þurfum líka að hafa í huga að atvinnuleysið og sá samdráttur sem við nú horfumst í augu við, er tímabundinn vandi.  “

Sumum dugar að lækka greiðslubyrðina og lengja í lánum, sumir þurfa á tímabundnum greiðslufrestum að halda, jafnvel í 1-3 ár, vegna atvinnumissis eða annarra tímabundinna aðstæðna. Enn öðrum dugar að brúa bilið með auknum vaxtabótum eða útgreiðslu séreignarsparnaðar. Jóhanna benti á að vandi heimilanna væri misjafn og útlistaði ýmiss konar aðgerðir til að bregðast við þeim vanda sem þegar hafa verið innleiddar, m.a. í samstarfi við fjármálafyrirtæki og Íbúðalánasjóð.

„ Ég leyfi mér að fullyrða að ofangreind úrræði munu duga til að bregðast við vanda langflestra heimila sem komast í vanda. Samfylkingin hefur ekki og mun ekki blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum um hægt sé að aflétta hundruðum milljarða af skuldum heimila og fyrirtækja án þess að fyrir slíka eftirgjöf þurfi að greiða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert