Þarf að auka tekjutengingu

Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segir  nauðsynlegt  að auka tekjutengingar til að tryggja að það fjármagn, sem ríkið hefur úr að spila, fari þangað þar sem þörfin er brýnust.

Þetta kom fram í Zetunni á mbl.is í hádeginu þar sem Bjarni var gestur. Bjarni nefndi barnabætur í þessu sambandi og sagði að nú færu þær jafnt til þeirra, sem væru í brýnni þörf fyrir þær, og þeirra sem hefðu úr meiru að spila.

Þá sagði Bjarni að óumflýjanlegt væri að sameina og einfalda ríkisreksturinn á ákveðnum sviðum. Hann nefndi aðspurður Lýðheilsustöð og landlæknisembættið og  einnig Varnarmálastofnun, Landhelgisgæsluna og Neyðarlínuna.

Fram kom í þættinum, að Bjarni átti um tíma 1% í fyrirtækinu sem rak N1 en hann hefði nú selt þann hlut innan fjölskyldu sinnar og ætti nú ekki hlutabréf í neinum fyrirtækjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert