Skilað til lögaðila

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum borgarafundi í Hafnarfirði í kvöld að flokkurinn muni skila styrkjum frá FL Group og Landsbankanum til lögaðila. Það þýðir að Stoðir fá 30 milljónir króna og skilanefnd gamla Landsbankans 25 milljónir kr.

Bæði Stoðir og gamli Landsbankinn eru í greiðslustöðvun og Stoðir hafa fengið heimild til að leita nauðasamninga.

Bjarni sagði fyrr í dag að hann hafi kallað eftir því að bókhald flokksins frá árinu 2006 verði opnað og upplýst um öll fjárframlög frá fyrirtækjum sem séu yfir milljón krónur.  

Bjarni sagði á borgarafundinum, að framlögin frá FL Group og Landsbankanum væru að hans mati óeðlilega há og mistök hefðu verið að taka við þeim. Því hefði hann ákveðið að féð yrði endurgreitt.

Árni Páll Árnason, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagði á fundinum að það væri dálítið undarlegt, að FL-Group styrkurinn hafi verið veittur á sama tíma og verið var að selja Hitaveitu Suðurnesja.  Bjarni var spurður af fundargesti hvort styrkurinn tengdist REY-málinu svonefnda en hann sagðist engar upplýsingar hafa um að þetta tengdist ákveðnum málum heldur hefði verið um að ræða fjáröflun Sjálfstæðisflokksins árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert