Allt komið fram sem máli skiptir

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að hann telji að allt sé nú komið fram í styrkjamálinu, sem máli skiptir fyrir flokksmenn.

En fyrr í dag sendu Steinþór Gunnarsson og Þorsteinn Jónsson frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að þeir hefðu haft samband við Landsbankann og FL Group og óskað eftir styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 

Bjarni sagði að sér þætti mestu skipta að fyrrverandi formaður flokksins hafi stigið fram og axlað ábyrgð á því að hafa veitt styrkjunum viðtöku. En umræðan beri merki þess að mikil tortryggni sé í loftinu og menn vilja fá að vita öll smáatriði. Þeir sem sinni fjáröflun fyrir Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka séu venjulega ekki í opinberri umræðu. Bjarni sagði, að í þessu máli hefði verið mikilvægt að fram kæmi hverjir ættu í hlut og nú hefði það gerst.

Þegar Bjarni var spurður hvort málið hefði ekki skaðað flokkinn mikið sagðist Bjarni hafa lagt sitt að mörkum til að hreinsa það upp. „Ég held að við munum auðveldlega á næstu dögum ná að hreinsa þetta upp," sagði Bjarni og bætti við að nú væri verkefnið að endurvekja traust á Sjálfstæðisflokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert