Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Frikki

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að heiður Sjálfstæðisflokksins verði ekki metinn til fjár og sé því meira virði en 55 milljónirnar, sem verði endurgreiddar. Hann sé einnig meira virði en greiðasemi við þá, sem telji sér sæma að misnota nafn og virðingu flokksins til ósæmilegrar fjáröflunar eða í öðrum tilgangi.

„Fréttir benda til að enn verði haldið lífi í umræðum um ofurstyrkina. Eigi að komast til botns í málinu verður að beina athygli að kjarna þess. Líta ber á alla stjórnmálaflokkana en ekki aðeins Sjálfstæðisflokkinn, sem er leiksoppur, af því einstaklingar innan hans eru upphafsmenn ofurstyrkjanna.  Þótt fréttamenn átti sig ekki á því, ættu stjórnmálafræðingar að gera það. Spurning er, hvort svo sé, ef þeir geta ekki ýtt flokkspólitískum sjónarmiðum sínum til hliðar," segir Björn, og vísar til ummæla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors, í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, þar sem hann sagði, að kjósendur hljóti að vilja vita hvort styrkurinn frá FL Group tengist þeim ákvörðunum sem teknar voru um REI næstu mánuði á eftir.

Vefsíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert