Meirihluti vill Jóhönnu áfram

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Golli

Meirihluti þeirra sem tók afstöðu í könnun Fréttablaðsins, eða 52,6%, segist vilja Jóhönnu Sigurðardóttur áfram sem forsætisráðherra eftir þingkosningarnar, sem fara fram eftir rúma viku. 25,8% segjast viloja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og 11,5% Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna.

Fram kom að  48% kjósenda VG vilja að Jóhanna Sigurðardóttir haldi áfram sem forsætisráðherra, en 46,1% þeirra vilja að Steingrímur taki við sem forsætisráðherra eftir kosningar. Annars hafa formenn stjórnmálaflokkanna mestan stuðning meðal sinna kjósenda.

Af þeim sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk segjast 63,9% vilja að Jóhanna haldi áfram, 9,6% vilja Steingrím, 7,2% vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verði forsætisráðherra og 6% vilja að Bjarni Benediktsson verði næsti forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert