Myndi fagna þúsund ræðum

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Frikki

Verið er að ræða um stjórnskipunarlög á Alþingi þessa stundina.  Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði þegar hann mælti fyrir áliti minnihluta sérnefndar um stjórnarskrármál, að hann myndi fagna því ef þingmenn flokksins næðu að flytja þúsund ræður til að verja heiður Alþingis.

Björn sagði, að sjálfstæðismenn hefðu síðdegis í gær verið sakaðir um að vera með grímu í stjórnarskrármálinu. „Við höfum aldrei sett upp neina grímu í þessu máli. Eina fólkið sem ég hef séð með grímu hér við þinghúsið er fólkið, sem hefur staðið hér fyrir utan og lét hana falla þegar Vinstri græn komist til valda," sagði Björn.

Hann sagði að sjálfstæðismönnum væri ekkert að vanbúnaði að halda áfram að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og sjálfur hefði hann góðan tíma fram að kosningum til að halda fleiri ræður.

„Ég myndi fagna því ef við gætum haldið svona þúsund ræður í tilefni af þessu máli. Við erum búnir að tala núna um 700 sinnum þingmenn um þetta og ef við næðum þúsund ræður til að verja heiður Alþingis væri það mjög til ánægjuauka og yrði göfugt markmið - jafnvel 2000 ræður til að verja heiður Alþingis því það eru aldrei nógu margar ræður fluttar til að verja heiður þingsins," sagði Björn.

Ekki er ljóst hve lengi umræðan um stjórnarskrárfrumvarpið stendur í dag en 18 þingmenn eru á mælendaskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert