Brekkusöngur fyrir kjósendur

Árni Johnsen tók fram gítarinn á rakarastofu Björns og Kjartans …
Árni Johnsen tók fram gítarinn á rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. mynd/Suðurlandið.is

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið á ferðinni um Suðurkjördæmi í framboðsrútu undanfarna daga. Vinnustaðir hafa verið heimsóttir og stjórnmálafundir haldnir. Árni Johnsen hefur gítarinn gjarnan við höndina á ferðalögum og lék hann nokkur lög þegar frambjoðendur litu við á rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi.

Fram kemur á vefnum sudurlandinu.is, að meðal laga sem  Árni spilaði og söng á rakarastofunni voru Ég veit þú kemur, Undir bláhimni og Lóan er komin.

Árni bætti í á fundi í Björkinni á Hvolsvelli þar sem hann söng í eina og hálfa klukkustund. Suðurlandið.is segir, að fundargestir á Hvolsvelli hafi fengið brekkusöng með uppklappi, því brekkusöngur Árna á Þjóðhátíð Vestmannaeyja sé rétt rúmlega klukkustundar langur.

Suðurlandið.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert