VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar

Atli Gíslason.
Atli Gíslason.

Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði á borgarafundi Ríkisútvarpsins á Selfossi í kvöld, að flokkurinn væri ekki tilbúinn að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu strax í júní. Vísaði hann til samþykkta flokksþings VG í því sambandi.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í Zetunni á mbl.is í dag, að hugsanlegt væri að hefja aðildarviðræður þegar í júní og sagðist sannfærð um að hægt yrði að leysa þau mál milli flokkanna tveggja nái þeir meirihluta á Alþingi eftir kosningarnar á laugardag.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á borgarafundinum, að það væri hans bjargfasta skoðun, að stjórnarsamstarf eftir kosningar komi ekki til álita nema Evrópumálin verði leyst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert