Efling atvinnulífs gegn fjármálakreppu

Tryggvi Þór Herbertsson, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynntu …
Tryggvi Þór Herbertsson, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynntu tillögur Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/RAX

Sjálfstæðisflokkurinn kynnti nú síðdegis tillögur í efnahagsmálum, sem miða að því, að koma Íslandi út úr fjármálakreppunni. Þetta vilja sjálfstæðismenn gera með því að mynda skilyrði til aað 20 þúsund störf verði til en það muni bæta afkomu ríkissjóðs um 60 milljarða á ári.

Flokkurinn segir að með því að  hagræða í mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfi um 5% sparist 20 milljarðar árlega og 10 milljarðar að auki með því að hagræða í öðrum hlutum ríkisrekstrarins um 10%.  Ekki er gert ráð fyrir hækkun skatta.  

Tillögur Sjálfstæðisflokks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert