Presturinn kemur kjörseðlum heim

Frá Árósum í Danmörku.
Frá Árósum í Danmörku. mbl.is/GSH

Kjörseðlar vegna Alþingiskosninganna eru komnir til Árósa en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í dag kláruðust kjörseðlarnir þar í bæ í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður hægt að kjósa utankjörstaða í Árósum í dag og verður farið með kjörseðlana til Kaupmannahafnar í kvöld. Á morgun mun íslenski sendiráðspresturinn, sem er að fara til Íslands, taka kjörseðlana með sér hingað til lands og koma þeim til skila fyrir lokun kjörstaða. 

Kjörseðlarnir kláruðustu í Árósum um hádegi í gær. Áður hafði verið sagt að hægt yrði að greiða atkvæði til fjögur á sumardaginn fyrsta, vildi fólk vera öruggt um að atkvæðin næðu heim til Íslands.

Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í gær að vissulega virtist meira um að Íslendingar erlendis kysu nú en áður en eins og áður sagði hefur það nú verið tryggt að Íslendingar í Árósum geti kosið í dag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert