ÖSE vel tekið

Jonathan Stonestreet
Jonathan Stonestreet mbl.is/Árni Sæberg

„Okkur hefur verið mjög vel tekið af kjörstjórnum, stjórnmálaflokkum og yfirvöldum. Fólk hefur verið hjálpsamt og þetta er áhugaverð heimsókn,“ segir Jonathan Stonestreet, talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fylgist með alþingiskosningunum í dag.

Stonestreet segir að honum sé óheimilt að gefa upplýsingar um eftirlitsferlið, skýrsla verði gefin út um tveimur mánuðum eftir kosningarnar. Hann segir nefndirnar, tvo menn í hverju kjördæmi, fylgjast með inni á einhverjum kjörstaðanna í dag, auk þess sem þær ræði við kjörstjórnir og fylgist með ferlinu. Þeir verði að störfum þar til kosningum ljúki í kvöld, auk þess sem fylgst verði með talningu í einhverjum tilfellum.

Hann segir þó að kosningaferlið sé ekki aðalatriðið í eftirliti þeirra heldur frekar heildarrammi kosninganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert