Sá fyrsti mættur í Árneshreppi

„Sá fyrsti er kominn,“ sagði Guðmundur Þorsteinsson á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum í samtali við mbl.is. en hann stóð vaktina á kjörstað. Árneshreppur er það sveitarfélag sem hefur fæsta á kjörskrá eða 42. Formaður kjörstjórnarinnar var upptekinn við snjómokstur.

„Hann [Ingólfur Benediktsson innsk. blm.] er líklega í Reykjafirðinum núna,“ sagði Guðmundur en snjóþungt er í Árneshreppi. „Það þarf að ryðja helstu leiðir fyrir þá sem þurfa að kjósa og ekki síður svo hægt sé að koma atkvæðum með góðu móti til yfirkjörstjórnar í kjördæminu þegar þessu er lokið.“

Árneshreppur er á Vestfjörðum og tilheyrir því Norðvesturkjördæmi. Það er fámennasta kjördæmið með 21.294 á kjörskrá af 227.896 sem eru á skrá. Suðvesturkjördæmi er fjölmennast, en þar eru 58.203 á kjörskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert