Mikil gleði og spenna á kosninganótt

Jónína Rós Guðmundsdóttir.
Jónína Rós Guðmundsdóttir.

„Þetta var mikil rússíbanareið og vitaskuld ánægjuleg þegar upp var staðið,“ segir Jónína Rós Guðmundsdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Hún var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar og því var ekki ljóst að hún kæmist inn á þing. Jónína Rós var ýmist inni á þingi eða úti, eftir því sem nýjar tölur bárust, og því var nokkur spenna í loftinu fram eftir nóttu.

„Kosningastjórinn okkar í kjördæminu hringdi í morgun og sagði: Jónína mín, veistu hvað? Og svo fékk ég að heyra fréttirnar og það var yndislegt,“ segir Jónína Rós.

Hún er framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hún segist ætla að beita sér sérstaklega í mennta- og sveitarstjórnarmálum. „Ég er skólamanneskja og tel mig hafa góða þekkingu á málum er tengjast skólunum. Ég hef einnig tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum og tel að það sé hægt að færa verkefni til sveitarstjórna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert