Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir

Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson skipuðu efstu sætin hjá …
Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson skipuðu efstu sætin hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmum. 212 strikuðu yfir nafn Illuga eða tæp 3% en tölur um útstriknair hjá Guðlaugi Þór eru ekki endanlega klárar. mbl.is/Kristinn

Um það bil 27% eða yfir 2000 kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, breyttu listanum. Flestir þeirra strikuðu yfir nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem skipaði fyrsta sætið að sögn Ríkisútvarpsins. Líklegt er að Guðlaugur Þór færist niður um sæti og Ólöf Nordal verði oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Sveinn Sveinsson formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður sagðist í samtali við mbl.is ekki vera búinn að fá tölur og endanleg niðurstaða fengist því ekki fyrr en í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert