Þörf á að endurskoða kosningalög

Kjósendur á Akureyri á laugardag.
Kjósendur á Akureyri á laugardag. Mbl/Skapti

Þeir sem komið hafa að framkvæmd kosninga hafa lengi verið sammála um að kosningalögin þarfnist endurskoðunar, að sögn Ástráðs Haraldssonar, formanns landskjörstjórnar. „Kosningalögin eru að stofni til gömul og langt síðan þau hafa verið hugsuð heildstætt,“ segir Ástráður.

Hann nefnir sérstaklega að framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sé heldur fornfáleg. „Notaðar eru aðferðir sem hugsaðar voru við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður og aðra tækni en nú tíðkast,“ segir Ástráður og getur þess að það gerist að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en fyrir liggi hverjir séu í framboði. Þá segir hann að það myndi skapa möguleika á öruggari framkvæmd ef opnað yrði fyrir heimild til að færa rafræna kjörskrá.

Þá segir Ástráður að þótt framkvæmd kosninga sé í föstum farvegi væri gott að hafa í lögunum sjálfum svör við ýmsum álitaefnum sem upp koma. Þá mætti einfalda stjórnsýsluna og skýra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert