Engin þörf fyrir aðra flokka

Stjórnarmyndunarviðræður hófust rétt fyrir klukkan tvö í Norræna húsinu. Ráðherrarnir voru bjartsýnir þegar þeir komu á fundinn.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur enga þörf á því að kalla aðra flokka til samstarfs við ríkisstjórnina en vilji hefur verið fyrir því innan hluta Samfylkingarinnar að Framsóknarflokkurinn komi að ríkisstjórninni.  Jóhanna segir að það þokist vel áfram í samkomulagsátt. Í dag eru ríkisfjármál og staða heimilanna rædd. Fjármálaráðherra segir mikinn vilja til staðar, það sé ekki allt en mjög mikið. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert