Flokkarnir eru ósammála

Ráðherrrar ríkisstjórnarinnar verjast allra frétta um bráðabirgðaniðurstöðu stjórnarflokkanna um að vera sammála um að vera ósammála í Evrópusambandsmálum en skjóta ályktun um aðildarviðræður til þingsins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að lausn sé í sjónmáli en ljóst sé að flokkarnir séu ósammála um þetta mál og því sé verið að ræða framhald þess með hliðsjón af því. Hann var þá spurður hvort það lægi þá ekki í augum uppi að málinu yrði skotið til þingsins en svaraði því til að það yrði bara að koma í ljós. Flokkarnir væru þó ekki að breyta sínum áherslum enda væri  yrði það ekki gert nema að kalla til nýrra landsfunda.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði að nokkuð hefði þokast áfram í málinu en niðurstaðan hefði þó ekki verið rædd í þingflokkunum. Lykilatrði sé að þjóðin taki ákvörðun í málinu að lokum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að málið væri á góðum skriði og hann væri ánægður með stöðuna eins og hún væri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert