Guðmundur sigraði í prófkjöri Framsóknar

Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifstofustjóri sigraði í prófkjörinu.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifstofustjóri sigraði í prófkjörinu. mbl.is

Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifstofustjóri sigraði í prófkjöri framsóknarmanna á Akureyri. Hann hlaut 702 atkvæði í fyrsta sæti. 1106 greiddu atkvæði í prófkjörinu, þar af voru 1064 gild atkvæði.

Petrea Ósk Sigurðardóttir leikskólakennari var í öðru sæti með 550 atkvæði í 1.-2. sæti. Í þriðja sæti varð Sigfús Karlsson framkvæmdastjóri með 437 atkvæði í 1.-3. sæti. Erlingur Kristjánsson forstöðumaður varð í fjórða sæti með 655 atkvæði í 1.-4. sæti. Hannes Karlsson framkvæmdastjóri varð í fimmta sæti með 480 atkvæði í 1.-5. sæti.  Sigríður Bergvinsdóttir hárgreiðslumeistari varð í sjötta sæti með 609 atkvæði í 1.-6. sæti.

Vegna reglna Framsóknarflokksins um kynjakvóta færist Guðlaug Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur upp í fimmta sæti og Hannes verður í sjöunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert