Baldvin tekur ekki sæti á lista VG

Andrea Hjálmsdóttir
Andrea Hjálmsdóttir

Tillaga uppstillingarnefndar um skipan framboðslista Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri var samþykktur einróma á félagsfundi flokksins í gærkvöldi. Efstu 6 frambjóðendur voru valdir í forvali félagsmanna. Baldvin H. Sigurðsson þáði ekki þriðja sæti listans í samræmi við úrslit forvals og gerði uppstillingarnefnd tillögu um Jón Erlendsson í fjórða sæti. 

Listann leiðir Andrea Hjálmsdóttir gullsmiður og félagsfræðingur og Edward H. Huijbens forstöðumaður er í öðru sæti. Vinstri-græn fengju tvo fulltrúa kjörna í síðustu bæjarstjórnarkosningum.
 
1.       sæti Andrea Hjálmsdóttir, gullsmiður og félagsfræðingur
2.       sæti, Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
3.       sæti, Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur
4.       sæti, Jón Erlendsson, vegagerðarmaður
5.       sæti, Daði Arnar Sigmarsson, laganemi
6.       sæti, Kristín Sigfúsdóttir, framhaldsskólakennari
7.       sæti, Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, leikskólakennari og sundþjálfari
8.       sæti, Björn Þorláksson, blaðamaður
9.       sæti, Auður Jónasdóttir, viðskiptafræðingur
10.   sæti, Bjarni Þóroddsson, nemi
11.   sæti, Guðrún Þórsdóttir, nemi og talskona Alfs
12.   sæti, Wolfgang Frosti Sahr, kennari
13.   sæti, Sigmundur Sigfússon, læknir
14.   sæti, Klara Sigríður Sigurðardóttir, skrifstofumaður
15.   sæti, Margrét Ríkarðsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
16.   sæti, Stefán Þór Hauksson, laganemi
17.   sæti, María Jóna Jónsdóttir, forstöðumaður
18.   sæti, Björn Pálsson, starfsmaður í ferðaþjónustu
19.   sæti, Jana Salóme Jósepsdóttir, nemi
20.   sæti, Ragnar Pálsson, ellilífeyrisþegi
21.   sæti, Frosti Meldal, skrifstofumaður
22.   sæti. Málmfríður Sigurðardóttir, fv. alþingiskona

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert