Lagt til að bæta golfvöll fyrir 230 milljónir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri lagði til að 230 milljónir króna …
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri lagði til að 230 milljónir króna yrðu settar í að bæta golfvöllinn við Korpúlfsstaði. mbl.is/Einar Falur

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar eru ósáttir við tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem hún lagði fram í borgarráði í dag um að 230 milljónir verði settar í að bæta 9 holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, augljóst að þessu sé ætlað að afla vinsælda í aðdraganda borgarstjórnarkosninga.

„En hvar er forgangsröðunin? Á sama tíma er hvarvetna mikill niðurskurður og launalækkanir. Forvarnarsjóður hefur verið lækkaður, afleysingarkennslu hætt, biðlistar í leikskólum lengdir, frístundakortin barna fryst og sumarstörfum stórfækkað, svo aðeins séu tekin örfá dæmi.

Foreldrar, börn og starfsfólk hafa sýnt því skilning að draga þurfi saman vegna afleiðinga hrunsins og kreppunnar. Sama má segja um íþróttafélög sem hafa þurft að fresta samningsbundinni uppbyggingu og það á raunar líka við um okkur í minnihlutanum í borgarstjórn. Allir hafa axlað sinn hlut af aðhaldi og sparnaði, þótt annað hafi verið umdeilanlegt og þess vegna gagnrýnt.

En hver var að taka á sig niðurskurð og skerðingar til að borgarstjóri gæti slegið sér upp hjá golfurum korteri fyrir kosningar? Enginn. Samfylkingin ekki heldur og lögðumst við því eindregið gegn tillögu Hönnu Birnu í borgarráði í dag. Þótt golf sé afbragðs íþrótt þá verður golfvallargerð einfaldlega að bíða fram yfir kreppu - ef kostnaðurinn þarf að koma úr borgarsjóði," segir í tilkynningu sem Dagur sendi frá sér í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert