Áslaug Hulda leiðir listann

Áslaug Hulda Jónsdóttir
Áslaug Hulda Jónsdóttir mbl.is

Áslaug Hulda Jónsdóttir mun skipa 1. sæti á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem fékk kosningu í 1. sæti í prófkjörinu sest í 5. sæti framboðslistans.

Tillaga í þessa veru var borin  fram af Erling Ásgeirssyni á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ fyrir hönd þeirra sem hlutu bindandi kosningu í  5 efstu sæti listans.

„Breytingartillagan var samþykkt með miklum þorra atkvæða. „Listinn er sérlega vel skipaður með þessum breytingum og hefur að mínu áliti breiðari skírskotun til kjósenda og er þar með sigurstranglegri. Þessi ákvörðum fulltrúaráðsins sýnir vel þann styrk og það áræði, sem býr í gróskumiklu starfi sjálfstæðismanna í Garðabæ“ sagði Erling Ásgeirsson er niðurstaða fulltrúaráðsins lá fyrir,“ að því er segir í fréttatilkynningu.  

Listinn verður þannig skipaður:

1. Áslaug Hulda Jónsdóttir 33 ára, aðstoðarframkvæmdastjóri og kennari.
2. Páll Hilmarsson 48 ára, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
3. Stefán Konráðsson 51 árs, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
4. Sturla Þorsteinsson 58 ára, grunnskólakennari.
5. Erling Ásgeirsson 64 ára, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
6. Jóna Sæmundsdóttir 52 ára, lífeindafræðingur.
7. Sigurður Guðmundsson 40 ára, lögfræðingur og forstöðumaður.
8. Fjóla Grétarsdóttir 42 ára, íþróttafræðingur.
9. Kristín Jónsdóttir 20 ára, nemi.
10. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir 38 ára, íþróttafulltrúi.
11. Björn Már Ólafsson 19 ára, nemi.
12. Victor Ingi Olsen 22 ára, laganemi.
13. Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir 38 ára, flugfreyja og bæjarfulltrúi.
14. Þorsteinn Þorsteinsson 65 ára, skólameistari.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert