Vill „þjóðstjórn“ í borgarstjórn

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Farsælast væri að flokkar sem ná kjörnum fulltrúum í borgarstjórn starfi sameiginlega að stjórn borgarinnar að loknum kosningum í vor. Þetta kom fram í viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í Spjallinu, þætti Sölva Tryggvasonar, á Skjánum í kvöld.

„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnmálin þurfi að breytast,“ sagði Hanna Birna í samtali við Morgunblaðið en nánar er rætt við hana í blaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert