Besti flokkurinn fær fjóra kjörna

Jón Gnarr leiðtogi Besta flokksins
Jón Gnarr leiðtogi Besta flokksins mbl.is/Rax

Besti flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa ef kosið væri nú til borgarstjórnar ef marka má Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra líkt og Besti flokkurinn. Vinstri Grænir fengju tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallup og auka fylgi sitt um þrjú prósentustig,  það mælist nú 16%. Hvorki Framsóknarflokkurinn né framboð Ólafs F. Magnússonar fengju borgarfulltrúa kjörinn samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

Sjálfstæðisflokkurinn og VG með svipað fylgi

Fram kom í kvöldfréttum RÚV að ljóst sé að rannsóknarskýrsla Alþingis hafi haft áhrif á fylgi flokkanna á landsvísu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um 6% frá síðustu könnun og mælist 28,3% en fylgi Vinstri grænna eykst um 4% og mælist 27,8%.  Tæplega 23% aðspurðra myndu kjósa Samfylkinguna nú og næstum 14% Framsóknarflokkinn. Þá mælist Hreyfingin með 3,6% og Frjálslyndir og Borgarahreyfingin með 1,5%.

Í Reykjavík fær Samfylkingin 28% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 27% og Besti flokkurinn 24%. Framsóknarflokkurinn fengi 4% og framboð Ólafs F. Magnússonar um 1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert