„Ef ég fell í kosningunum segi ég bara verði ykkur að góðu"

Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon Kristinn Ingvarsson

Á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur gerði Ólafur F. Magnússon reynsluleysi annarra borgarfulltrúa á borgarmálum að umtalsefni. Sagðist hann myndu sjá eftir reynslu og þekkingu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar Sjálfstæðisflokki og annarra sem lengi hefðu setið í borgarstjórn.

Vilhjálmur hverfur úr borgarstjórn að loknum kosningum þann 29. maí næstkomandi. „Og ef ég fell í næstu kosningum þá segi ég nú bara verði ykkur að góðu,“ sagði Ólafur F. Magnússon á fundinum og bætti við að hann teldi mikið skorta upp á að borgarfulltrúar hefðu næga reynslu og þekkingu á borgarmálum, ekki síst á fjármálum borgarinnar.

Ólafur býður fram undir listabókstafnum H, framboð um heiðarleika og almannahagsmuni, í komandi sveitarstjórnarkosningunum.

Hlusta á beina útsendingu frá fundi borgarstjórnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert