Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík

Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson voru að vonum kátir …
Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson voru að vonum kátir þegar fyrstu tölur komu úr Reykjavík mbl.is/Eggert Jóhannesson

Besti flokkurinn fær sex menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má fyrstu tölur frá Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm menn í borgarstjórn og Samfylkingin fær fjóra menn kjörna í borgarstjórn. Aðrir flokkar koma ekki manni inn í borgarstjórn samkvæmt fyrstu tölum frá Reykjavík.

Miðað við fyrstu tölur þá eru borgarfulltrúar Besta flokksins: Jón Gnarr Kristinsson, listamaður, Einar Örn Benediktsson, framkvæmdastjóri, Óttarr Ólafur Proppé, bóksali og tónlistarmaður,Elsa Hrafnhildur Yeoman, sjálfstætt starfandi kona, Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og Eva Einarsdóttir, tómstundafræðingur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson.

Borgarfulltrúar Samfylkingar: Dagur B. Eggertsson, Oddný Sturludóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Hjálmar Sveinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert